Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 10:09

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í WCU T-9 á Sea Palms háskólamótinu

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Sea Palms háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 4.-5. mars 2022 á St. Simmons eyju í Georgia ríki.

Tumi Hrafn varð T-51 í einstaklingskeppninni og var á 3.-4 besta skori WCU; þ.e. spilaði samtals á 227 höggum (74 78 75).

WCU varð T-9 í liðakeppninni.

Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 19 háskólum – en tveir Íslendingar voru meðal keppenda, auk Tuma, Sverrir Haraldsson, GM, en fjallað var um árangur hans á mótinu hér á Golf 1 í gær.

Sjá má stöðuna í Sea Palms mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma & félaga í WCU er 21.-22. mars í Greenville, N-Karólínu.