Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi á besta skori WCU

Tumi Hrafn Kúld, GA og Western Carolina University (WCU) tók ásamt golfliði skólans þátt í lokamóti haustannar, Kiawah Classic, sem fram fór 3.-5. nóvember sl. og lauk því í gær.

Mótsstaður var Turtle Point golfstaðurinn á Kiawah Island í S-Karólínu.

Mótið var stórt – Þátttakendur 121 frá 21 háskóla.

Tumi var á besta skori WCU, 2 yfir pari, 218 höggum (72 72 74) og varð hann T-34 í einstaklingskeppninni.

WCU lauk keppni í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Minnst er á góða frammistöðu Tuma á heimasíðu WCU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma og félaga er 15. febrúar 2020.