Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil í 9. sæti á UAM Fall Classic

Þann 20.-21. október s.l. fór fram UAM Fall Classic mótið í Greystone CC, í Cabot, Arkansas.

Meðal 45 þátttakenda var Theodór Emil Karlsson, GKJ og félagar í Universisty of Monticello at Arkansas.

Theódór Emil lauk keppni T-9, þ.e. deildi 9. sæti með öðrum, sem er ágætis topp-10 árangur.

Theodór Emil lék hringina á samtals 154 höggum (76 78) og var á 2. besta heildarskori af félögum sínum í Monticello.

Ari Magnússon, GKG, tók einnig þátt í mótinu og lék hann á samtals 170 höggum (88 82); var í 32. sæti í einstaklingskeppninni og eins taldi seinni hringur hans í 5. sætis árangri Monticello í liðakeppninni.

Næsta mót Ara, Theodórs Emils og Monticello er ekki fyrr en á vormisseri 2015.

Til þess að sjá úrslitin í UAM Fall Classic SMELLIÐ HÉR: