Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil á 65! Er í 3. sæti e. 2. hring GAC Preview!!!

Theodór Emil Karlsson, GKJ, leikur í sínu fyrsta móti á 2014-2015 keppnistímabilinu, ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello, en hann tekur þátt í Great American Conference Preview, líka skammstafað GAC Preview.

Mótið fer fram á golfvelli Lake Hefner golfklúbbsins í Oklahoma City í Oklahoma.  Mótið stendur dagana 7.-9. september 2014.

Theódór Emil lék fyrstu tvo hringina á 5 undir pari, 139 höggum  (65 74) og átti m.a. glæsihring upp á 7 undir pari, 65 högg fyrsta mótsdag!!!

Sem stendur er Theodór T-3, þ.e. deilir 3. sæti ásamt 4 öðrum kylfingum í mótinu og er á besta skorinu í liði sínu.  Golflið Monticello er í 6. sæti af 10 liðum, sem þátt taka.

Frábær frammistaða þetta og verður gaman að fylgjast með Theodór í vetur!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag GAC Preview mótsins SMELLIÐ HÉR: