Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Theodór, Ari og Arkansas Monticello luku leik í 7. sæti á GAC

Theodór Karlsson, GM og Ari Magnússon, GKG, tóku þátt í Great American Conference Championships (GAC) í síðasta mánuði, en mótið fór fram 23.-26. apríl s.l.

Mótið fór fram í Hot Springs CC í Arlington, Arkansas.

Þátttakendur voru 55 sterkustu kylfingarnir í 10 háskólum.

Theodór varð T-24 með skor upp á 226 högg (77 75 74) og Ari T-34 með skor upp á 229 högg (77 76 76) í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni hafnaði Arkansas Monticello í 7. sæti.

Sjá má lokastöðuna á GAC með því að SMELLA HÉR: