Bandaríska háskólagolfið: Syrgjandi faðir gagnrýnir föður 13 ára stráksins, sem olli bílslysinu í Texas þar sem m.a. 6 háskólakylfingar og þjálfari þeirra létust
Golf 1 hefir greint frá hræðilegu bílslysi þar sem 9 manns létust í Texas, en þ.á.m af voru þjálfari og 6 kylfingar South West háskólans (University of the Southwest) frá Nýju-Mexíko, sem voru á heimleið eftir golfmót.
Eftirfarandi kylfingar og þjálfari létust í umferðarslysinu:

Tyler James 26 ára þjálfari golfliðs University of the Southwest

Laci Jones, 18 ára kylfingur í kvennagolfliði University of the Southwest

Jack Zinn, 22 ára,kylfingur í karlagolfliði University of the Southwest

Travis Garcia, 19 ára kylfingur í karlagolfliði University of the Southwest

Mauricio Sanchez, 19 ára kylfingur í karlagolfliði University of the Southwest

Tiago Sousa, 18 ára kylfingur í karlagolfliði The University of the Southwest
Auk ofangreindrs þjálfara og háskólakylfinga lést Karisa Raines en faðir hennar, Gary Raines, hefir fordæmt föður Ricky Siemens, 13 ára, sem missti stjórn á pallbílnum eftir að hjólbarði á honum sprakk og olli slysinu. Ricky missti pallbílinn yfir á gagnstæða akrein, en eftir henni keyrði smárútan með háskólakylfingunum og skullu farartækin saman, sem bæði voru á miklum hraða og varð úr mikill bruni.
Hér fyrir neðan má sjá Karisu og föður hennar Gary:

Gary (t.v) og dóttir hans, Karisa(t.h.) , 21 árs háskóla-kylfingur með kvennaliði University of the Southwest, sem einnig lést í bílslysinu
Gary Raines gagnrýndi föður Ricky, Heinrich Simens, 38 ára, sem leyfði syni sínum, 13 ára, að keyra pallbílnum. Gary Raines sagði sagði m.a. í viðtali við New York Post: „ Það er skýr birtingamynd geðveiki – að leyfa 13 ára strák að setjast undir stýri á pallbíl sem keyrir eftir götu á 70 mílu (113 km) hraða að nóttu til“ Og bætti síðan við: „Þetta hlýtur að teljast hápunktur brjálæðis.“
Þó að Raines viðurkenni að um slys hafi verið að ræða kom skýrt fram í viðtalinu hjá honum að hann teldi að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og dauða fimm liðsfélaga hennar og þjálfara ef Siemens hefði sýnt smá skynsemi.
„Kenni ég barninu um slysið? — Nei, það geri ég ekki,“ sagði hann. „Á ég að kenna föðurnum um slysið? Ég geri það ekki. Ég kenni föðurnum um að hafa verið vitlaus.“
Gagnrýnin á uppeldisaðferð Heinrichs kemur á sama tíma þegar „vinur“ Siemens-fjölskyldunnar greindi frá því í DailyMail.com sl. fimmtudag að Ricky hefði óvart brennt heimili fjölskyldu sinnar til kaldra kona í desember á síðasta ári og eyðilagt eignina algjörlega.
„Rétt fyrir jól brann húsið þeirra,“ sagði Aganetha Siemsens við DailyMail.com Taka skal fram að hún er ekki skyld Siemens-feðgum, þrátt fyrir lík nöfn. Hún sagði m.a.: „Þrettán ára barnið (þurfti ekki að taka afleiðingum gerða sinna og) gleymdi þessu bara.“
Hér fyrir neðan má síðan sjá brennuvarginn Ricky Siemens, 13 ára sem olli slysinu og föður hans Heinrich, sem var margdæmdur smákrimmi, með brot á sakaskrá sem náðu allt aftur til ársins 2004, auk þess sem hann átti yfir höfði sér ákærur fyrir grófa líkamsárás, þjófnað og heimilisofbeldi m.a. fyrir að hafa haldið skærum að hálsi eiginkonu sinnar Aggie, en þau hjón áttu auk Ricky, 4 önnur börn. Feðgarnir létust líka í slysinu hræðilega.

Ricky Siemens, 13 ára, olli bílslysinu

Heinrich Siemens, faðir Ricky, leyfði syni sínum 13 ára, að keyra ökurétt-indalausum … með afleiðingum, sem eru sárari en tárum taki ….. og hefir hann verið gagnrýndur fyrir
Í aðalmyndaglugga: Rútan, sem í voru háskólakylfingarnir og þjálfari þeirra.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
