Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir lék á 63! Varð í 2. sæti á Bash at the Beach mótinu!

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian háskólanum tóku þátt í Bash at the Beach háskólamótinu, sem fram fór 14.-15. mars 2022 í Surf Golf & Beach Club, á North Myrtle Beach í S-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu voru 99 frá 16 háskólum.

Sverrir var á besta skori Appalachian og endaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni.

Hann lék á samtals 11 undir pari, 202 höggum (73 66 63) – Sérlega glæsilegur var lokahringur Sverris – en þá spilaði hann á 8 undir pari, 63 höggum!!! Stórglæsilegt!!!

Lið Appalachian varð í 2. sæti í liðakeppninni

Sjá má umfjöllun um Sverri og gengi Appalachian á vefsíðu Appalachian og undir fyrirsögninni „„Program Records Fall as Haraldsson, Men’s Golf Shine on Final Day“ með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna á Bash at the Beach með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sverris og Appalachian er 27.-28. mars n.k. í Norður-Karólínu.