Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-58 e. fyrri dag Pinehurst Challenge

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í Elon taka þessa dagana þátt í Pinehurst Challenge háskólamótinu í Norður-Karólínu.

Mótið fer fram á Pinehurst nr. 1 og stendur dagana 12.-13. október.

Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 104 frá 19 háskólum.

Eftir fyrri keppnisdag er Sunna T-58; búin að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (77 73).

Til þess að sjá stöðuna á Pinehurst Challenge SMELLIÐ HÉR: