Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 3. sæti á Myrtle Beach

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í Elon kepptu á Golfweek Program Challenge.

Mótið fór fram á Myrtle Beach í Suður-Karólínu.

Sunna varð T-16 af 90 keppendum í einstaklingskeppninni með hringi upp á 73 73 75.  Góður árangur hjá Sunnu og góð byrjun á keppnistímabilinu!!! Golflið Elon varð í 3. sæti af 18 háskólaliðum sem kepptu.

Næsta mót Sunnu er 28. september n.k. en það er  Lady Pirate Intercollegiate mótið sem haldið er af East Carolina háskólanum í Greenville, Norður-Karólínu.

Til þess að sjá lokastöðuna í Golfweek Program Challenge SMELLIÐ HÉR: