Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 4. sæti á Kiawah Islands Spring Classic mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og lið hennar Elon eru í 4. sæti á geysisterku háskólamóti sem fram fer á Kiawah Islands í Suður-Karólínu.

Mótið fer fram dagana 28. febrúar – 1. mars 2016 og lýkur því í dag.

Spilað er á tveimur stöðum Osprey og Oak Point GC og þátttakendur eru 216 frá 41 háskóla og jafnmörg lið sem keppa.

Lið Elon háskóla er í 4. sæti af 41 liði sem tekur þátt sem er stórglæsilegt!!!

Sunna er búin að spila fyrstu tvo hringina á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (75 84) og er fyrir miðju skortöflunnar í einstaklingskeppninni.

Fylgjast má með lokahringnum með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sunnu og Elon er 20. mars n.k. í Flórída.