Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 1. sæti – Berglind og UNCG í 10. sæti í N-Karólínu

Þrír íslenskir kvenkylfingar tóku þátt í UNCG Forest Oaks Fall Classic, sem fram fór í Greensboro, Norður-Karólínu: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem var að spila í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon háskóla og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG.

Gestgjafi var UNCG, háskóli Berglindar.  Mótið fór fram dagana 29.-30. september 2014 og þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum.

Sunna lék hringina 3 á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (73 77 74) og deildi 11. sæti í einstaklingskeppninni.  Hún var á 3. besta skori Elon og taldi það því í sigri Elon í liðakeppninni.

Gunnhildur hafnaði í 54. sæti í einstaklingskeppninni var á samtals 21 yfir pari og var í 5. og síðasta sæti  af liðsfélögum sínum og taldi skor hennar ekki að þessu sinni.

Berglind var á 1.-2. besta skori UNCG og deildi 16. sætinu í einstaklingskeppninni ásamt liðsfélaga sínum Sammy Buchanan.  UNGC hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Sunnu og Gunnhildar og golfliðs Elon er Lady Pirate mótið í Greenville, N-Karólínu 13. október n.k. en næsta mót Berglindar og UNCG er Palmetto Intercollegiate sem hefst 26. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á  UNCG Forest Oaks Fall Classic SMELLIÐ HÉR: