Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik í 23. sæti á Lady Pirate

Sunna Víðisdóttir, GR, lauk leik í 23. sæti í Lady Pirate Invitational og var á besta skori golfliðs Elon háskóla!

18 háskólalið tóku þátt í mótinu, sem fram fór í Greenville, Norður-Karólínu og stóð 13.-14. október og lauk því í dag

Sunna lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 71 80).

Lesa má um glæsilegan árangur Sunnu á heimasíðu Elon, en hún var m.a. T-5 eftir fyrstu 2 hringi – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG tók einnig þátt og hafnaði í 93. sæti (87 86 82).

Lið Elon lauk leik í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Lady Pirate Invitational með því að SMELLA HÉR: