Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 3. sæti og Elon í 1. sæti á FGCU Eagle Inv.!!!

Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon léku nú um helgina á FGCU Eagle Invitational.

Mótið fór fram í Estero, Flórída dagana 13.-15. febrúar 2015 og lauk í gær.

Sunna náði þeim stórglæsilega árangri að verða í 3. sæti af 84 keppendum lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (71 76 75).

Gunnhildur varð T-52 í mótinu en hún lék á samtals 247 höggum (81 80 86).

Lið Elon varð í 1. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á FGCU Eagle Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Sunnu, Gunnhildar og Elon er 1. mars 2015.