Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía og Pfeiffer taka þátt í Patsy Rendleman Inv.

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer taka þátt í  Patsy Rendleman Invitational, mótinu.

Mótið fer fram dagana 12.-14. október í Country Club of Salisbury í Salisbury, Norður-Karólínu og þátttakendur eru 15 háskólalið.

Stefanía Kristín lék 1. hring á 77 höggum og er á næstbesta skori í liði sínu Pfeiffer, sem deilir 9. sætinu í liðakeppninni.

Stefanía Kristín deilir 18. sætinu í einstaklingskeppninni, en alls eru þátttakendur 77.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: