Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín stóð sig best af liði Pfeiffer í Carolina svæðismótinu

Klúbbmeistari kvenna í GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og „The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla tóku þátt í Conference Carolina´s Championship.

Mótið fór fram 13.-15. apríl s.l. og voru þátttakendur 45 frá 9 háskólum.

Spilað var á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu.

Reyndar var lokahringurinn ekki leikinn í gær vegna óleikhæfs ástands vallar, en mikið hefir rignt á svæðinu að undanförnu.  Mótið var því stytt úr 54 holu í 36 holu mót.

Stefanía Kristín lék á samtals 168 höggum (85 83) og varð í 23. sæti í einstaklingskeppninni.

Hún var á besta skori „The Falcons“, sem hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.