Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer luku leik á Agnes McAmis minningarmótinu í 11. sæti

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2014 og golflið Pfeiffer tóku þátt í Agnes McAmis minningarmótinu, en það fór fram í Link Hill CC í Greenville, Tennessee, 30.-31. mars s.l.

Þátttakendur voru 96 frá 16 háskólum.

Stefanía Kristín lék á samtals 166 höggum (80 86) og lauk leik T-38 í einstaklingskeppninni; var á 3. besta heildarskori í liði sínu.

Lið Pfeiffer varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Agnes McAmis minningarmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Stefaníu Kristínar og Pfeiffer er 19. apríl n.k.