Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GA 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 11:59

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer í 13. sæti á Myrtle Beach mótinu

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer tóku þátt í 13. Myrtle Beach Intercollegiate mótinu, sem fram fór á Myrtle Beach í Suður-Karólínu, þ. 6.-7. október 2014 og lauk í gær.

Þetta var gríðarstórt mót, en þáttakendur voru 104 frá 20 háskólum.

Stefanía Kristín lék á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (79 80) og var á 2.-3. besta skori í liði sínu og deildi 41. sæti með liðsfélaga sínum Amanda Floberg í einstaklingskeppninni.  Pfeiffer hafnaði í 13. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Stefaníu Kristínar og Pfeiffer er í Norður-Karólínu 12.-14. október n.k.

Til þess að sjá lokaniðurstöðuna í Myrtle Beack mótinu SMELLIÐ HÉR: