Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór og Flórída Tech T-8 á Panther Inv. e. 1. dag

Stefán Þór Bogason og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech hófu í gær leik á Panther Invitational mótinu.

Mótið fer fram í Duran Golf Club, í Melbourne, Flórída og stendur dagana 4.-6. mars 2018.

Þátttakendur eru 68 frá 11 háskólum.

Eftir 1. dag er Stefán Þór T-39, en hann lék 1. hring á 8 yfir pari, 80 höggum.

Lið hans Florida Tech er T-8 í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Panther Invite með því að SMELLA HÉR: