Stefán Þór Bogason, klúbbmeistari GR 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór hefur leik í dag í Flórída

Stefán Þór Bogason, GR, er að hefja feril sinn í dag í bandaríska háskólagolfinu þegar hann tekur þátt í 1. móti, sem er á dagskrá hjá hákólaliði Florida Institute of Technology (FIT).

Stefán Þór er m.a. klúbbmeistari GR 2014.

Klúbbmeistarar GR 2014 Ragnhildur Sigurðardóttir og Stefán Þór Bogason. Mynd: GR

Klúbbmeistarar GR 2014 Ragnhildur Sigurðardóttir og Stefán Þór Bogason. Mynd: GR

Stefán Þór hefur leik á The Titan Winter Invitational, sem fram fer í Sun Tree CC í Melbourne, Flórída.

Mótið stendur dagana 6.-7. febrúar 2017.

Gestgjafi mótsins er Eastern Florida State.

Golf 1 mun verða með úrslit úr mótinu um leið og þær liggja fyrir.