Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 09:33

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún við keppni í Arizona

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake eru við keppni á Red Rocks Invitational mótinu, sem fram fer dagana 23.-24. mars 2019 í Cornville, Arizona.

Þátttakendur eru 105 frá 18 háskólum.

Sigurlaugu Rún hefir oft gengið betur en hún er sem stendur T-94 á samtals 17 yfir pari, 159 höggum (77 82).

Drake er í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Red Rocks Invitational með því að SMELLA HÉR: