Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2018 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún varð T-4 á Creighton Classic

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í Creighton Classic mótinu.

Mótið fór fram í Oak Hills CC, í Omaha Nebraska dagana 1.-2. október og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 47 frá 8 háskólum.

Sigurlaug Rún lék á samtals 4 yfir pari, 150 höggum (76 74) og var á besta skorinu í liði Drake.

Drake hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Creighton Classic SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 14.-16. október n.k.