Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-13 e. 1. dag MVC Championship

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, taka nú þátt í MVC Championship.

Mótið fer fram í Dalhousie CC á Cape Girardeau, Missouri og stendur dagana 16.-18. apríl 2017.

Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum.

Sigurlaug Rún lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og er T-13, þ.e. deilir 13. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Hún var á besta skorinu í lið sínu, Drake, sem er í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR: