Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og félagar luku keppni T-2 í Iowa

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í MVC Preview mótinu, sem fór fram á Spirit Hollow golfvellinum, í Iowa, dagana 23.-24. september 2019.

Þátttakendur voru 96 frá 15 háskólum.

Sigurlaug Rún lauk keppni T-7 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (81 77 76) og varð leikur hennar sífellt betri eins og sjá má! Glæsilegur topp-10 árangur hjá Sigurlaugu Rún!!!

Lið Sigurlaugar Rún, Drake, lauk keppni í T-2 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á MVC Preview með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 7. október 2019.