Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake urðu T-5 á MVC

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake tóku þátt í MVC Preview.

Þátttakendur voru 55 úr 9 háskólum.

Sigurlaug Rún lék á samtals 37 yfir pari, 253 höggum (85 86 82) og varð T-25, þ.e. deildi 25. sætinu með Caitlin Simms frá Illinois State háskólanum.

Drake varð T-5 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á MVC Preview með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er lokamótið á haustönn hjá Sigurlaugu Rún en næsta mót er ekki fyrr en 9. febrúar 2019.