Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake urðu í 12. sæti á Red Rocks Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu kepptu á Red Rocks Invitational mótinu.

Mótið fór fram dagana 25.-26. mars sl. í  Oak Creek Country Club, í Sedona, Arizona.

Þátttakendur voru 96 frá 16 háskólum.

Sigurlaug Rún varð T-78 í einstaklingskeppninni á heildarskori upp á 254 högg (86 84 84).

Drake varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Red Rocks Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Næst mót Drake er 30. mars í Illinois.