Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún lauk keppni T-53 í Indiana

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK lauk keppni í gær á Ball State Cardinal Classic mótinu, sem fram fór dagana 18.-19.september í Yorktown, Indiana.

Keppendur voru 100 frá 19 háskólum.

Sigurlaug Rún lék á samtals 16 yfir pari 232 höggum (78 80 74) og lauk keppni T-53 í einstaklingskeppninni á 2. besta skori liðs síns.

Drake varð T-14 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ball State Cardinal Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót hjá Sigurlaugu Rún er 9. október n.k. í Iowa.