Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 3. sæti á Creighton Classic

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í Creighton Classic.

Mótið fór fram 7.-8. október 2019 í Oak Hills CC í Omaha, Nebraska.

Sigurlaug Rún lék á samtals 16 yfir pari, 162 höggum (84 78).

Drake, lið Sigurlaugar Rún lauk keppni í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Creighton Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er á vorönn 2020.