Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 1. sæti á UNI Women´s Inv.!!!!

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake sigruðu á UNI Women´s Invitational, sem fram fór dagana 30.-31. mars s.l.

Þátttakendur voru 32 frá 4 háskólum.

Mótið fór fram á Pheasant Ridge golfvellinum, í Cedar Falls, Iowa.

Sigurlaug Rún lék á samtals 158 höggum (83 75) og varð T-11 í einstaklingskeppninni!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á UNI Women´s Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar Rún og félaga er 8. apríl n.k. í Missouri.

Aðalmyndagluggi: Sigurlið Drake, Sigurlaug Rún 3. f.v.