Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 11. sæti á Red Rocks Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake luku keppni á Red Rocks Invitational mótinu, sem fram fór dagana 23.-24. mars 2019 í Cornville, Arizona.

Þátttakendur voru 105 frá 18 háskólum.

Sigurlaug Rún sýndi karakter og bætti sig mjög á 3. og lokahring Red Rocks, sem hún lék á glæsilegum 2 yfir pari, 73 höggum og fór við það úr    T-94 í T-77 í einstaklingskeppninni!!! Flott hjá Sigurlaugu Rún!!!!

Drake lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninnar, fór upp um 1 sæti frá því deginum áður.

Sjá má lokastöðuna á Red Rocks Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Drake er Bradley Spring Invitational í Peoria, Illinois, 30.-31. mars n.k.