Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug & félagar luku keppni í 5. sæti á MVC Championship

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake háskólanum sigruðu á MVC Championship!!!

Mótið fór fram dagana 15.-16. apríl 2019 í Sand Creek CC í Charleston Indiana og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Sigurlaug lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 75 79) og varð T-19 í einstaklingskeppninni, var á 3.-4. besta skori Drake.

Sjá má lokastöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR:

Þetta hljóta að vera sár vonbrigði því eftir 1. dag var Drake í efsta sæti!!! Sigurlaug Rún hélt þó sínu á taugatrekkjandi lokahringnum og varð T-19 sætinu, sem hún var í eftir fyrri keppnisdaginn.Vel gert hjá Sigurlaugu Rún!!!