Sigurður Bjarki Blumenstein
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Blumenstein á 2. besta skori James Madison á Southern Intercollegiate

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR og félagar í James Madison tóku þátt í Southern Intercollegiate háskólamótinu, þar sem liðið landaði 3. sætinu!!! Glæsilegt!!!

Mótið fór fram í The Falls Club, á Palm Beach í Lake Worth, Flórída, dagana 14.-15. mars 2022.

Þátttakendur voru 60 frá 11 háskólum.

Sigurður var á 2. besta skori James Madison; varð T-11 í mótinu í einstaklingskeppninni, með skor upp á 1 yfir pari, 217 högg (72 71 74) sem er besti árangur hans til þessa, með háskólaliði sínu.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu James Madison með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í Southern Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sigurðar og félaga í James Madison er 27.-28. mars nk en þá spilar liðið á Seahawk Intercollegiate, þar sem gestgjafi er UNCW, en mótið fer fram í the Country Club of Landfall í Wilmington, Norður-Karólínu.