Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku leik í 8. sæti á The Gold Rush í Kaliforníu

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State University (CSU) tóku þátt í The Gold Rush golfmótinu í Kaliforníu.

Mótið fór fram í Old Ranch CC, á Seal Beach í Kaliforníu, dagana 25.-26. febrúar 2019.

Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum.

Saga lauk keppni  T-67 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (79 75 82).

Lið CSU lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Gold Rush SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Sögu og CSU er 11. mars í Utah.