Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku keppni í 9. sæti í Texas

Saga Traustadóttir, GR og félagar hennar í Colorado State tóku þátt í Hawkeye El Tigre Invitational, sem fram fór dagana 21. -23. mars 2019, í El Tigre Country Club í Puerto Vallarta, Mexíkó og lauk í dag.

Þátttakendur voru 67 frá 12 háskólum.

Saga lék samtals á 14 yfir pari, 230 höggum (81 75 74)

Saga var á 3.-4. besta skorinu í liði sínu, Colorado State, sem varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Hawkeye El Tigre Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Sögu og félaga í Colorado State er 7. apríl n.k. í Napa, Kaliforníu.