Saga Traustadóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga, Andrea & félagar luku keppni í 14. sæti í WA

Saga Traustadóttir, GR og Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í WSU Cougar Cup.

Mótið fór fram dagana 16.-17. september 2019 í Pulman, Washington-ríki.

Þátttakendur voru 89 frá 15 háskólum.

Saga lék á samtals 227 höggum (77 76 74) og lék sífellt betur. Hún varð T-60 og var á besta skori Colorado State.

Andrea var T-79 – lék á samtals 233 höggum (77 80 76).

Sjá má lokastöðuna á WSU Cougar Cup mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sögu og Andreu er 23. september n.k. í Colorado.