Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni í 56. sæti á Navy Fall Inv.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tók þátt í fyrsta móti haustannar í bandaríska háskólagolfinu, sem einstaklingur.

Hún lék á samtals 38 yfir pari, 254 höggum (90 82 82) og varð í 56. sæti af 72 keppendum.

Skólalið Særósar Evu, Boston University hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Navy Fall Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Særósar Evu og Boston University, Dartmouth Inv.  fer fram dagana 23.-24. september í New Hampshire.