Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 10:25

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-87 e. 1. dag Tiger Inv.

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota taka þátt í Tiger Invitational mótinu, sem hófst í gær.

Spilað er á Grand National Lake golfvellinum í Opelika í Alabama.

Rúnar lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 79 höggum og var T-87 eftir þann hring.

Annar hringurinn er hafinn og er Rúnar allt annar í dag er kominn á 4 undir pari og því samtals á 3 yfir pari eins og staðan er núna. Hann hefir færst upp skortöfluna um heil 39 sæti eins og er og er sem stendur T-48.

Hann er búinn að fá 4 glæsifugla og á eftir óspilaðar 6 holur þegar þetta er ritað (kl. 10:20 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með Rúnari á skortöflu sem er uppfærð með því að SMELLA HÉR: