Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-30 e. 1. dag Big Ten

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla keppa nú í Big Ten Championships.

Leikið er á Victoria National GC, í Newburgh, Indiana.

Rúnar lék fyrsta hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-30 sem stendur.

Þátttakendur í mótinu eru 70 frá 14 háskólum, bestu kylfingar á svæði Minnesota háskóla.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: