Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik T-6 á Inverness Intercollegiate

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku dagana 19.-20. september þátt í Inverness Intercollegiate mótinu.

Rúnar lék á samtals 5 yfir pari 218 höggum og varð T-26.

Lið Rúnars Minnesota varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með öðru liði í mótinu en alls voru 13 háskólalið sem þátt tóku í mótinu.

Næsta mót Rúnars og Minnesota fer fram 10. október n.k. í Fairfax, Kaliforníu.

Sjá má lokastöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: