Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: Minnesota háskóli
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik T-8 í Kaliforníu!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í Alistair McKenzie Invitatational mótinu, en spilað var í Meadow Club í Fairfax, Kaliforníu.

Mótið stóð dagana 10.-11. október 2016 og lauk í gær. Keppendur voru 79 frá 15 háskólum.

Samtals lék Rúnar á sléttu pari, 213 höggum (64 74 75) og lauk keppni T-40 í einstaklingskeppninni.

Minnesota lauk keppni í T-8 í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Alistair McKenzie Invitatational SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Rúnars og Minnesota er 24. október n.k. í Texas.