Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í 8. sæti í Kaliforníu

Rúnar Arnórsson, GK og félagar í Minnesota golfliðinu luku leik í gær á Alister MacKenzie Invitational.

Mótið stóð dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur voru 80 frá 16 háskólaliðum.

Leikið var á golfvelli Meadow Club, sem er par-71 í Fairfax, Kaliforníu.

Rúnar lék á samtals 221 höggi (72 70 79) og átti þátt í 8. sætis árangri Minnesota í liðakeppninni.

Rúnar hafnaði í 52. sæti í einstaklingskeppninni.  Næsta mót Minnesota er Royal Oaks Invitational í Texas, þ. 27. október n.k.

Sjá má lokastöðuna í Alister MacKenzie Invitationa með því að SMELLA HÉR: