Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku keppni í Georgíu í 11. sæti!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans i bandaríska háskólagolfinu luku leik á Schenkel Invitational mótinu, sem fram fór dagana  í Forest Heights CC í Statesboro í Georgíu.

Rúnar lék samtals á 3 yfir pari, 219 höggum (75 69 75) og lauk keppni T-48.

Lið Rúnars University of Minnesota lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem kepptu í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Schenkel Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Rúnars og Minnesota „The Goodwin“ hefst 29. mars í Kaliforníu.