Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2014 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Haraldur Franklín luku keppni í New Mexíkó

Rúnar Arnórsson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR luku leik á William H. Tucker mótinu í Albequerque í Nýju-Mexíkó.

Keppendur voru 92 frá 15 háskólum og mótið stóð dagana 26.-27. september 2014.

Haraldur Franklín lék aðeins 1 hring á 81 höggi og ekki ljóst af hverju svo var – óvenjuhátt skor hjá okkar manni og hann var á 5. og lakasta skori Louisana Lafayette fyrir vikið.

Rúnari gekk aðeins betur – hann var á 3. besta skori Minnesota og taldi árangur hans í 14. sætis árangri skólans.

Haraldur Franklín og golflið Louisiana Lafayette leika næst 4. október á David Toms Invitational á heimavelli í Lousiana meðan Rúnar og Minnesota spila í næst í Kaliforníu 13. október n.k.

Til þess að sjá lokaskorið á William H. Tucker mótinu  SMELLIÐ HÉR: