Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og golflið Minnesota háskóla luku leik í 3. sæti á Big Ten

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla luku leik í 3. sæti í Big Ten holukeppninni.

Mótið fór fram dagana 10.-11. febrúar og lauk því í gær.

Mótsstaður var Hammock Beach Resort á Palm Coast í Flórída.

Sjá má lokastöðuna í Big Ten Matchplay með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Rúnars og „The Golden Gophers“ golfliðs Minnesota háskóla er 5. mars nk.