Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 12:13

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar luku keppni í 14. sæti á Big Ten Champ.

Rúnar Arnórsson og félagar í University of Minnesota tóku þátt í Big Ten Championship, sem fram fór dagana 26.-29. apríl sl

Mótið fór fram í The Baltimore Country Club, í Maryland.

Rúnar lauk keppni T-47 og var með skor upp á 14 yfir pari, 224 höggum (77 68 79) í einstaklingskeppninni af 70 þátttakendum.

Rúnar var á besta skori liðs Minnesota.

Lið University of Minnesota lauk keppni í 14. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Til þess að sjá lokastöðuna á Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: