Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar í Minnesota luku keppni T-6 í Iowa

Rúnar Arnórsson, GK og félagar hans í Minnesota háskólanum tóku þátt í Hawkeye Invitational, sem fram fór dagana 13.-14. apríl sl. á Finkbine golfvellinum, í Iowa City, Iowa.

Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum.

Rúnar varð T-26 í einstaklingskeppninni lék keppnishringina tvo á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (70 81).

Lið Rúnars, í Minnesota háskóla lauk keppni T-6 í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hawkeye Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Rúnars og Minnesota er Big Ten Championship, sem fram fer dagana 27.-29. apríl n.k.