Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Egill Ragnar báðir T-104 e. 2. dag í Hawaii

Rúnar Arnórsson, GK og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, taka báðir þátt í Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi.

Keppt er á keppnisvelli Ka’anapali GC og stendur mótið 4.-6. nóvember 2016 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld.

Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 132 frá 24 háskólum.

Jafnframt er þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót liðanna eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017.

Rúnar og Egill Ragnar hafa báðir spilað á samtals 11 yfir pari og báðir bættu sig á 2. hring; Rúnar (78 75) og Egill Ragnar (80 73) – Þeir eru jafnir í 104. sæti í einstaklingskeppninni eftir 2. dag.

Lið Rúnars, Minnesota er T-9 meðan lið Egils Ragnars, Georgia State er í 12. sæti af 24 liðum, eftir 2. keppnisdag.

Fylgjast má með gengi Íslendinganna á lokahringnum með því að SMELLA HÉR: