Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar með 3. lægsta skor í sögu Minnesota – 64 högg!!!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, taka þátt í Alistair McKenzie Invitatational mótinu, en spilað er í Meadow Club í Fairfax, Kaliforníu.

Mótið stendur dagana 10.-11. október 2016 og verður lokahringurinn leikinn í dag. Keppendur eru 79 frá 15 háskólum.

Eftir fyrri keppnisdag er Rúnar T-22 eftir 3. lægsta hring í sögu Minnesota háskóla, 64 högg, en Rúnar á þegar lægsta hring í sögu skólans.

Samtals lék Rúnar á 4 undir pari (64 74). Minnesota er í 6. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Til þess að sjá stöðuna á Alistair McKenzie Invitatational  SMELLIÐ HÉR: