Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk leik í 37. sæti á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu

Rúnar Arnórsson, leikur golf í Bandaríkjunum með golfliði University of Minnesota.

Fyrsta mótið sem Rúnar tók þátt í var Gopher Invitational, sem stóð dagana 7.-8. september og tók hann aðeins þátt í einstaklingskeppninni.

Leikið var á golfvelli Windsong Farm GC, í Independence, Minnesota.

Rúnar lék á 15 yfir pari, 228 höggum (74 76 78) og lauk leik í 37. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Gopher Invitational SMELLIÐ HÉR: