Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni T-44 á Big Ten Championship

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í The Big Ten Championship.

Mótið fór fram í Baltimore CC í Maryland, dagana 28.-30. apríl og lauk því í dag.

Rúnar lék á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (79 67 77) og lauk keppni T-44.

Lið Rúnars, Minnesota, varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna í The Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR: