Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni T-19 á Princeton Inv.

Rúnar Arnórsson GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota tók þátt í Princeton Invitational mótinu.

Mótið fer fram í Springdale GC í Springdale, New Jersey, 8.-9. apríl 2017 og lauk því í dag.

Þátttakendur voru 75 frá 15 af háskólum þ.á.m. sumum af bestu háskólum Bandaríkjanna.

Rúnar lék samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (69 74 76) og varð T-19 í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð lið Minnesota í 4. sæti!

Fylgjast má með Rúnar og Minnesota á skortöflu með því að SMELLA HÉR: